Vinnustaðakeppnin Hjólað í vinnuna hefst miðvikudaginn 9. maí og stendur til 29. maí. Þetta er í 10. sinn sem keppnin er haldin.
Í fyrra tóku 18 fyrirtæki og stofnanir á Fljótsdalshéraði þátt í keppninni og hjóluðu í allt um 3.700 km. Þá sigraði lið Bæjarskrifstofa Fljótsdalshéraðs, í öðru sæti lið KPMG og SKRA en lið UÍA lenti í þriðja sæti.
Bent er á að fyrirkomulagi keppninnar og skráningarkerfinu hefur verið breytt og því er mikilvægt að kynna sér reglurnar áður en vinnustaðurinn er skráður.
Keppnisgreinarnar eru tvær: 1. Vinnustaðakeppni þar sem keppt er um flesta þátttökudaga (hlutfallslega miðað við fjölda starfsmanna á vinnustaðnum).
2. Kílómetrakeppni þar sem keppt er á milli liða um annars vegar flesta kílómetra og hins vegar hlutfall kílómetra miðað við fjölda liðsmanna í liðinu. Allar upplýsingnar um keppnina og skráningareyðublöð má finna á vefnum www.hjoladivinnuna.is.
Myndin sem fylgir fréttinni er af sigurliðinu frá í fyrra.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.