Hjólað í vinnuna 2012

Vinnustaðakeppnin Hjólað í vinnuna hefst miðvikudaginn 9. maí og stendur til 29. maí. Þetta er í 10. sinn sem keppnin er haldin.

Í fyrra tóku 18 fyrirtæki og stofnanir á Fljótsdalshéraði þátt í keppninni og hjóluðu í allt um 3.700 km. Þá sigraði lið Bæjarskrifstofa Fljótsdalshéraðs, í öðru sæti lið KPMG og SKRA en lið UÍA lenti í þriðja sæti.

Bent er á að fyrirkomulagi keppninnar og skráningarkerfinu hefur verið breytt og því er mikilvægt að kynna sér reglurnar áður en vinnustaðurinn er skráður.

Keppnisgreinarnar eru tvær: 1. Vinnustaðakeppni þar sem keppt er um flesta þátttökudaga (hlutfallslega miðað við fjölda starfsmanna á vinnustaðnum).
2. Kílómetrakeppni þar sem keppt er á milli liða um annars vegar flesta kílómetra og hins vegar hlutfall kílómetra miðað við fjölda liðsmanna í liðinu. Allar upplýsingnar um keppnina og skráningareyðublöð má finna á vefnum www.hjoladivinnuna.is.


Myndin sem fylgir fréttinni er af sigurliðinu frá í fyrra.