Frá árinu 2003 hefur Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands staðið fyrir heilsu- og hvatningarátakinu Hjólað í vinnuna og með því eflt hreyfingu og starfsanda á vinnustöðum. Markmið átaksins er að vekja athygli á hjólreiðum sem heilsusamlegum, umhverfisvænum og hagkvæmum samgöngumáta.
Starfsmenn vinnustaða hér á landi hafa tekið vel við sér því þátttakan hefur margfaldast þau sjö ár sem verkefnið hefur farið fram.
Nú í ár stóð átaksverkefnið yfir um allt land dagana 6.-26. maí sl. og eins og áður, kepptu fyrirtæki sín á milli í tveimur greinum. Annars vegar fjölda þátttökudaga hlutfallslega m.v. fjölda starfsmanna í fyrirtækinu og hins vegar fjölda kílómetra, hlutfallslega miðað við fjölda starfsmanna í fyrirtækinu.
Sveitarfélög kepptu, að venju, sín á milli, annars vegar í fjölda þátttökudaga og hins vegar fjölda farinna km, óháð fjölda þátttakenda eða íbúa. Fljótsdalshérað hafnaði í 10. sæti af alls 37 sveitarfélögum í keppninni um flesta þátttökudaga, en í 12. sæti í keppninni um flesta km. Þetta verður að teljast góður árangur þar sem Fljótsdalshérað er 15. fjölmennasta sveitarfélagið sem tók þátt.
Þau þrjú fyrirtæki í sveitarfélaginu, sem náðu besta árangrinum á landsvísu, fengu sérstaka viðurkenningu á dögunum frá Fljótsdalshéraði. Þau Karen Erla Erlingsdóttir menningar- og frístundafulltrúi og Freyr Ævarsson verkefnastjóri umhverfismála, hjóluðu um bæinn og færðu fyrirtækjunum viðurkenningarskjal og blóm. Úrslitin í keppni fyrirtækja á Fljótsdalshéraði voru eftirfarandi:
1. sæti. KPMG og SKRA Egilsstöðum
2. sæti Bílaverkstæði Borgþórs
3. sæti Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra Austurlandi
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.