- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Nær 42.000 manns hafa skrifað undir áskorunina, um að halda Reykjavíkurflugvelli áfram í Vatnsmýrinni, að morgni 22. ágúst. Undirskriftasöfnunin hófst um síðustu helgi og fer fram á vefsíðunni Lending.is.
Undirskriftirnar verða afhentar borgarstjórn áður en frestur til þess að gera athugasemdir við aðalskipulag Reykjavíkurborgar rennur út þann 20. september. Samkvæmt skipulaginu er gert ráð fyrir að flugvöllurinn víki í áföngum fyrir blandaðri byggð.
Á síðu félagsins Hjartað í Vatnsmýrinni stendur m.a. Vegna áætlunarflugs í Vatnsmýri geta Íslendingar stundað nám þvert á landshluta, byggt upp atvinnulíf og sótt verslun og þjónustu til borgar og lands.
Íbúar á Héraði hafa flestir þurft að nota þessa samgönguleið og er því fólk hvatt til að kynna sér málið.