Hitaveituframkvæmdir ganga vel

Hafist var handa við að tengja fyrstu húsin í orlofshúsabyggðinni á Einarsstöðum og Úlfstöðum um helgina. Verkið hefur gengið einkar vel og allar áætlanir staðist . Gert er ráð fyrir að tengja 100 hús fyrir áramót.

Í fréttatilkynningu segir að þessi framkvæmd þýði aukin lífsgæði fyrir notendur húsanna og stækki jafnframt notendasvæði Hitaveitu Egilsstaða og Fella ehf.

Á myndunum má sjá stjórn HEF, verktaka og bæjarstjóra Fljótsdalshéraðs þegar eitt af fyrstu húsunum var tengt.