Hitaveitan auglýsir eftir tilboði í stofnlögn

Hitaveita Egilsstaða og Fella hefur auglýst eftir tilboðum í lagningu stofnlagnar hitaveitu frá Bláargerði á Egilsstöðum, með Hringvegi inn Velli og þaðan upp að sumarhúsahverfi á Einarsstöðum, alls 10,2 km. Jafnframt á að leggja í skurðinn stýristreng og 7 km af vatnslögn.

Þá hefur Hitaveita Egilsstaða og Fella einnig óskað eftir tilboðum í lagningu dreifikerfis hitaveitu í sumarbústaðahverfi á Einarsstöðum, Eyjólfsstaðaskógi og í Úlfsstaðaskógi. Alls eru þetta um 5 km af hitaveitulögnum, en jafnframt á að leggja um 3,3 km af fráveitulögnum í skurðina.

Útboðsgögn verða afhent á geisladiski gegn gjaldi kr. 3.000.- á skrifstofu Hitaveitu Egilsstaða og Fella, Einhleyping 1 Fellabæ frá og með föstudeginum 18. mars 2011. Tilboðin verða opnuð á sama stað föstudaginn 8. apríl 2011 kl 14:00 að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.