Héraðsbúi á vetrarólympíuleikum fatlaðra

Erna Friðriksdóttir sem er 22 ára, búsett í Fellabæ, er fulltrúi Íslands á vetrarólympíuleikum fatlaðra sem haldnir eru  í Vancouver í Kanada 12. til 21. mars. Erna keppir í tveimur greinum, stórsvigi þann 19. mars og svigi 21. mars. Þetta er í fyrsta skipti sem Íþróttasamband fatlaðra sendir keppanda í alpagreinum á Ólympíuleika.

Erna hóf skíðaferil sinn eftir námskeið í Hlíðarfjalli árið 2000. Hún  hefur æft í Winter Park Colorado frá árinu 2006 og æfir þar með bandaríska landsliðinu í alpagreinum.  Í dag er Erna í 18. sæti á heimslista IPC í svigi og í 22. sæti í stórsvigi.

Fyrir þá sem vilja fylgjast með  Ernu  á leikunum má benda á vefslóðirnar www.vancouver2010.com/paralympic-games/        
www.ParalympicSport.TV.  

Ennfremur má sjá myndir af Ernu á slóðinni  www.123.is/if