Héraðsbúar í 8-liða úrslit í Útsvari

Héraðsbúar stóðu sig með prýði þegar þeir sigruðu Dalvíkinga í Útsvari í gærkvöld í hörkuspennandi og jafnri viðureign. Fljótsdalshérað sigraði með 80 stigum gegn 74 og er komið í 8-liða úrslit.

Til hamingju Ingunn, Stefán Bogi og Þorsteinn!