Helgihald um jólin á nýrri heimasíðu

Múlaprófastsdæmi hefur opnað heimasíðu og segir sr. Jóhanna Sigmarsdótir prófastur ætlunina að þar birtist upplýsingar um viðburði sóknanna í prófastsdæminu, fréttir af sóknarstarfi og tilkynningar um það sem framundan sé. 

Heimasíðan var opnuð 21. desember og nú er komin inn vefsíða þar fyrir eina sókn en prófastur segir fleiri sóknir væntanlegar með vefsíður inn á heimasíðuna á næstunni. Múlapróastsdæmi nær yfir Seyðisfjörð, Borgarfjörð, Héraðið allt, Vopnafjörð og Bakkafjörð. Séra Jóhanna segir að segja megi að í pófastsdæminu séu 5 og hálf sókn, því nú sé verið að sameina prestaköllin á Skeggastöðum og Þórshöfn og flytjist sóknarpresturinn  frá Skeggjastöðum til Þórshafnar en staðirnir eru nú í sama sveitarfélagi. "Það er vilji fyrir því á Bakkafirði að teljast áfram til Múlaprófastsdæmis," segir prófasturinn. Heimasíðan er vistuð á vef Biskupstofu kirkjan.is sem sr. Jóhanna segir mjög metnaðarfullan vef. Hún segir helgihald um jólin verða hefðbundið í Múlaprófastsdæmi en allar upplýsingar um það má finna á nýju heimasíðunni og slóðin er: www.kirkjan.is/mulaprofastsdaemi