Helga sæmd gullmerki ÍSÍ

Helga Alfreðsdóttir, var á Sambandsþingi UÍA á laugardaginn 5. mars, sæmd gullmerki ÍSÍ fyrir öflugt brautryðjendastarf í frjálsum íþróttum á Austurlandi í gegnum árin. Helga vann gríðarlegt uppbyggingarstarf í frjálsum íþróttum jafnt á vegum Hattar sem og UÍA á árunum 1976-1992 og náði stórgóðum árangri í þjálfun austfirskra frjálsíþróttamanna og -kvenna.

Helga Steinunn Guðmundsdóttir fulltrúi ÍSÍ afhenti nöfnu sinni merkið ásamt kveðju og þakklæti frá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands. Helga þakkaði fyrir sig og sagði m.a. annars ,,að nýjir tímar, krefðust nýrra leiða og nálgunar en biðu jafnframt upp á nýja möguleika og ný ævintýri íþróttafólki til handa". Þetta kemur fram á vefsíðu FRÍ.

Helga hlaut gullmerki FRÍ árið 1985.