Helga Jóna Svansdóttir íþróttamaður ársins hjá Hetti

Verðlaunahafar ásamt Davíð Þór Sigurðssyni formanni Hattar og Öddu Birnu Hjálmarsdóttur formanni íþr…
Verðlaunahafar ásamt Davíð Þór Sigurðssyni formanni Hattar og Öddu Birnu Hjálmarsdóttur formanni íþrótta- og tómstundanefndar Fljótsdalshéraðs

Þrettándagleði Fljótsdalshéraðs og Hattar fór fram með hefðbundnu sniði þann 6. janúar með kyndlagöngu og brennu í Lómatjarnargarði. Áætlað er að um 400 manns hafi komið saman. Íþróttamaður ársins hjá Hetti var valin í 30. sinn og starfsmerki Hattar voru veitt.

Íþróttamaður ársins er frjálsíþróttakonan, Helga Jóna Svansdóttir en hún var m.a. varð Íslandsmeistari í þrístökki á Meistaramóti Íslands 15-22 ára og bætti sig um rúmlega hálfan metra. 

Starfsmerkin hlutu Anna Alexandersdóttir en hefur verið virkur þáttakandi í starfi fimleikadeildar og knattspyrnudeildar. Hún sat sem formaður fimleikadeildar í 4 ár.
Björn Kristleifsson var virkur innan starfs Hattar frá árinu 1985 og sat meðal annars sem formaður aðalstjórnar Hattar og formaður köruboltadeildar til margra ára.

Í öðrum greinum voru eftirtaldir einstakilngar fyrir valinu þetta árið.
Fimleikamaður: Katrín Anna Halldórsdóttir
Frjálsíþróttamaður : Helga Jóna Svansdóttir
Knattspyrnumaður : María Jóngerð Gunnlaugsdóttir
Körfuboltamaður : Mirko Stefán Virijevic

Eftir afhendingu var síðan glæsileg flugeldasýning sem Björgunarsveitin á Héraði sá um og  Lúðrasveit Fljótsdalshéraðs tók nokkur lög. 

Sjá nánar um verðlaunaafhendinguna hér.