- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Þrettándagleði Fljótsdalshéraðs og Hattar fór fram með hefðbundnu sniði þann 6. janúar með kyndlagöngu og brennu í Lómatjarnargarði. Áætlað er að um 400 manns hafi komið saman. Íþróttamaður ársins hjá Hetti var valin í 30. sinn og starfsmerki Hattar voru veitt.
Íþróttamaður ársins er frjálsíþróttakonan, Helga Jóna Svansdóttir en hún var m.a. varð Íslandsmeistari í þrístökki á Meistaramóti Íslands 15-22 ára og bætti sig um rúmlega hálfan metra.
Starfsmerkin hlutu Anna Alexandersdóttir en hefur verið virkur þáttakandi í starfi fimleikadeildar og knattspyrnudeildar. Hún sat sem formaður fimleikadeildar í 4 ár.
Björn Kristleifsson var virkur innan starfs Hattar frá árinu 1985 og sat meðal annars sem formaður aðalstjórnar Hattar og formaður köruboltadeildar til margra ára.
Í öðrum greinum voru eftirtaldir einstakilngar fyrir valinu þetta árið.
Fimleikamaður: Katrín Anna Halldórsdóttir
Frjálsíþróttamaður : Helga Jóna Svansdóttir
Knattspyrnumaður : María Jóngerð Gunnlaugsdóttir
Körfuboltamaður : Mirko Stefán Virijevic
Eftir afhendingu var síðan glæsileg flugeldasýning sem Björgunarsveitin á Héraði sá um og Lúðrasveit Fljótsdalshéraðs tók nokkur lög.
Sjá nánar um verðlaunaafhendinguna hér.