Heitavatnslaust fimmtudaginn 28. ágúst

Vegna tengingar á nýrri stofnlögn hitaveitunnar í Fellabæ verður heitavatnslaust á ÖLLU veitusvæði Hitaveitu Egilsstaða og Fella fimmtudaginn 28. ágúst frá klukkan 9.00 og fram eftir degi.
Gætið þess að neysluvatnskranar séu örugglega lokaðir (best er að loka fyrir neysluvatnið í tengigrind hitaveitunnar, eða á stofnloka hitaveitunnar). Opnið lokana gætilega eftir að vatni hefur verið hleypt á lögnina að nýju, búast má við þrýstisveiflum og lofti í lögnum fram eftir degi á föstudag.

Vegna þessara framkvæmda verður sundlaugin á Egilsstöðum lokuð frá klukkan 9.00 og á meðan framkvæmdir standa yfir.


HEF biður notendur vinsamlegast að huga að eftirfarandi þá þegar farið verður í tengingar.

• - Athuga öll blöndunartæki og krana hvort nokkurstaðar er skrúfað frá. Gott er að loka fyrir neysluvatn í inntaksgrind ef hægt er.
• - Huga að gólfhitadælum.
• - Upplýsa alla heimilismeðlimi um stöðu heitavatnsins.

Eftir að heituvatni er hleypt aftur á.
• - opna varlega alla krana, von getur verið á þrýstingsskoti (loft).
• - Loftæma ofna reglulega.
• - Dreifikerfið getur verið allt að 8-10 klukkutíma að byggja upp eðlilegan vinnuþrýsting.
• - Verði vatns eða þrýstingsleysi, eftir að vatni hefur verið hleypt á aftur, er notendum bent á að athuga inntakssíur á tengigrindum. útfellingar gætu leyst af stað í lögnum við svo stórar tengingar og skilað sér í inntakssíur.
Lendi notendur í vandamálum eftir að þrýstingur er kominn á er hægt að hafa samband við starfsmenn HEF og óskað eftir aðstoð í síma 470-0787