Heitavatnslaust á svæði HEF á morgun föstudag

Vegna tengingar á nýrri stofnlögn hitaveitunnar verður heitavatnslaust á ÖLLU veitusvæði hitaveitu Egilsstaða og Fella föstudaginn 3. júlí frá klukkan 13 og fram eftir kvöldi.


Gætið þess að neysluvatnskranar séu örugglega lokaðir (best er að loka fyrir neysluvatnið í tengigrind hitaveitunnar, eða á stofnloka hitaveitunnar). Opnið lokana gætilega etir að vatni hefur verið hleypt á lögnina að nýju, búast má við þrýstisveiflum og lofti í lögnum fram eftir föstudegi.

Vegna þessara framkvæmda verður sundlaugin á Egilsstöðum lokuð frá klukkan 13 og á meðan framkvæmdi standa yfir.

Nánari upplýsingar og tilkynningar eru á heimasíðunni www.hef.is


Starfsfólk HEF biðst velvirðingar á þeim óþægindum sem lokunin kann að hafa.