- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Um helgina lýkur söfnun á Karolina Fund til gerðar heimildarmyndar um Eiðaskóla, sem starfaði frá árinu 1883 til 1989. Heimildavinna og gagnaöflun eru þegar hafin og handritsskrif eru einnig komin af stað. Tökur á viðtölum og öðru efni hófust nú í febrúar og standa fram eftir ári. Áætlað er að klipping hefjist á haustdögum og eftirvinnsla fari fram í ágúst og september 2019. Frumsýning er áformuð í október 2019 á afmælishátíð skólans sem Eiðavinir eru byrjaðir að undirbúa.
Á vefsíðunni Karolina Fund má fá upplýsingar um verkefnið og þar er einnig hægt að leggja því lið með fjárframlagi, en herslumun vantar upp á að markmiðum um fjársöfnunina náist, sjá https://www.karolinafund.com/project/view/1922