Heilsuhátíð í Egilsstaðaskóla

Heilsuhátíð var haldin í Egilsstaðaskóla 23. nóvember. Nemendur og starfsfólk skólans komu saman á sal og fönguðu þeim merka áfanga að vera fyrsti grunnskólinn á Íslandi til að taka formlega þátt í verkefninu Heilsueflandi skóli sem er alþjóðlegt verkefni á vegum Lýðheilsustöðvar. Margir góðir gestir heiðruðu samkomnuna með nærveru sinni m.a. Margrét Björnsdóttir forstjóri Lýðheilsustöðvar, bæjarstjóri og bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs.

Á hátíðinni veitti Sveinbjörn Kristjánsson verkefnistjóri Lýðheilsustöðvar skólanum innrammað plakat þar sem kemur fram að skólinn sé þátttakandi í verkefninu Heilsueflandi skóli. Nemendur á elsta stigi sýndu tvö atriði úr Litlu hryllingsbúðinni sem frumsýnt var á árshátíðinni í vikunni áður.
Kennarar og nemendur skólans eru ákaflega stolt af þessu verkefni og vonast til að það skili heilbrigðum einstaklingum út í samfélagið.

Á myndinn er Sveinbjörn Kristjánsson verkefnisstjóri Lýðheilsustöðvar að afhenta plakatið þeim Kolbeini Hilmarssyni og Fanndísi Björnsdóttur nemendum í Egilsstaðskóla.