- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Á hátíðinni veitti Sveinbjörn Kristjánsson verkefnistjóri Lýðheilsustöðvar skólanum innrammað plakat þar sem kemur fram að skólinn sé þátttakandi í verkefninu Heilsueflandi skóli. Nemendur á elsta stigi sýndu tvö atriði úr Litlu hryllingsbúðinni sem frumsýnt var á árshátíðinni í vikunni áður.
Kennarar og nemendur skólans eru ákaflega stolt af þessu verkefni og vonast til að það skili heilbrigðum einstaklingum út í samfélagið.
Á myndinn er Sveinbjörn Kristjánsson verkefnisstjóri Lýðheilsustöðvar að afhenta plakatið þeim Kolbeini Hilmarssyni og Fanndísi Björnsdóttur nemendum í Egilsstaðskóla.