Heilsuefling Heilsurækt, sem Fjóla Hrafnkelsdóttir og Lára Ríkharðsdóttir reka á Egilsstöðum, er flutt úr Miðvangi að Fagradalsbraut 25, í bilið á milli Oddfellow og AB varahluta. Jafnframt hefur verið bætt töluvert við tækjakost með tilkomu upphitunartækja eins og hlaupabretta, þrekhjóls, lóða og annarra áhalda til líkamsræktar.
Fjóla segir að helsti munurinn felist þó í mun betra húsnæði fyrir starfsemi af þessu tagi, þar sem nú er mjög hátt til lofts og vítt til veggja. Opnunartími hefur líka lengst, opið er alla virka daga frá klukkan 6 til 21 og um helgar frá klukkan 8 til 12, bæði laugardaga og sunnudaga. Stundataflan er fjölbreytt, boðið er upp á 28 opna tíma og fimm í lokuðum námskeiðum. Þá liggur frammi hjá þeim viku prógramm sem viðskiptavinurinn getur notað til að æfa eftir, það prógramm breytist á tveggja vikna fresti.
Í fréttatilkynningu kemur fram að Heilsuefling bjóði upp á alhliða líkamsrækt, þarna séu tímar sem henti ungum sem öldnum, konum og körlum í allskonar formi. Öllum sé velkomið að líta inn og prófa og það sé líka heitt á könnunni.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.