- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Heimilisfræðikennara vantar til starfa í Hallormsstaðaskóla frá ársbyrjun 2014 til loka skólaársins 2014. Um er að ræða 4 kennslutíma á viku. Viðkomandi þyrfti að byrja (helst) strax á nýju skólaári.
Leitað er að hæfileikaríkum einstaklingi sem á gott með að vinna með börnum og unglingum, er úrræðagóður og vinnur vel í hóp. Allar umsóknir eru skoðaðar með jákvæðu hugarfari út frá styrk umsækjanda, menntun, reynslu og áhugasviði.
Menntun, reynsla og metnaður:
Grunnskólakennari með leyfisbréf til kennslu
Kennslureynsla er kostur
Samstarfsvilji með fullorðnum og börnum nauðsynlegur
Áhugi á að vinna að uppbyggingu skóla og skólasamfélags
Jákvætt hugarfar, ábyrgðarkennd, dugnaður og fagleg vinnubrögð eru nauðsynleg
Umsækjendur skulu hafa hreint sakavottorð.
Meðmæli æskileg
Umsóknarfrestur er til 3. janúar 2014.
Nánari upplýsingar veitir Elín Rán Björnsdóttir skólastjóri í síma 4700633 eða 8996717 eða á netfangið elin@egilsstadir.is