Hallormsstaðaskóli auglýsir eftir kennara

Heimilisfræðikennara vantar til starfa í Hallormsstaðaskóla frá ársbyrjun 2014 til loka skólaársins 2014. Um er að ræða 4 kennslutíma á viku. Viðkomandi þyrfti að byrja (helst) strax á nýju skólaári.
Leitað er að hæfileikaríkum einstaklingi sem á gott með að vinna með börnum og unglingum, er úrræðagóður og vinnur vel í hóp. Allar umsóknir eru skoðaðar með jákvæðu hugarfari út frá styrk umsækjanda, menntun, reynslu og áhugasviði.

Menntun, reynsla og metnaður:
• Grunnskólakennari með leyfisbréf til kennslu
• Kennslureynsla er kostur
• Samstarfsvilji með fullorðnum og börnum nauðsynlegur
• Áhugi á að vinna að uppbyggingu skóla og skólasamfélags
• Jákvætt hugarfar, ábyrgðarkennd, dugnaður og fagleg vinnubrögð eru nauðsynleg
Umsækjendur skulu hafa hreint sakavottorð.
Meðmæli æskileg

Umsóknarfrestur er til 3. janúar 2014.
Nánari upplýsingar veitir Elín Rán Björnsdóttir  skólastjóri í síma 4700633 eða 8996717 eða á netfangið elin@egilsstadir.is