Hætt við að loka FSA í sumar

Ákveðið hefur verið að hætta við sumarlokun sjúkrasviðs Fjórðungssjúkrahússins í Neskaupstað. Velferðaráðuneytið lagði fram viðbótarfjármagn, um 30 milljónir króna, vegna rekstrar þessa árs, sem gerir það að verkum að hægt verður að halda opnu í sumar, þó með miklum aðhaldsaðgerðum. Meðal annars verður legurýmum sjúkrasviðs fækkað úr 23 í 12 yfir sumarmánuðina og dregið verður úr sumarafleysingum. Sjúkrasvið FSN nær yfir fæðingardeild, skurðdeild og lyflækningadeild.


Þetta kom fram í Austurglugganum sem kom út föstudaginn 3. febrúar.