Hægt að lækka sorphirðugjaldið

Íbúar Fljótsdalshéraðs geta sótt um hálfa sorphirðu fram til 30. janúar næstkomandi.

Hjá þeim sem hafa hálfa sorphirðu er sorpið sótt í annað hvert skipti og greiða þeir einungis hálft sorphirðugjald. Gerðar eru kröfur um að jarðgerð sé til staðar þar sem þetta fyrirkomulag er, því lífrænar leifar geta orsakað óskemmtilega lykt yfir sumartímann þegar svo langur tími er á milli losana. Með þessu framtaki er verið að sinna mismunandi þörfum íbúa hvað varðar móttöku á heimilissorpi.  Þar sem heimilisaðstæður geta verið mismunandi eftir árum er þörf á því að sækja um þetta fyrirkomulag í janúar á hverju ári. Íbúum er bent á að þeir sem sjá um sorphirðu ber eingöngu að tæma viðurkennd sorpílát en hægt er að koma með allt að 50 kg af heimilissorpi í mánuði á Sorpstöð Héraðs endurgjaldslaust.

Þeir sem hafa áhuga á hálfri sorphirðu geta haft samband við Eygerði í síma 4 700 780 eða með tölvupósti eygerdur@egilsstadir.is 
Hægt er nálgast umsóknareyðublað fyrir hálfa sorphirðu hér.