- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla um tillögu um sameiningu sveitarfélaganna hófst 2. september og stendur fram á kjördag 26. október. Hægt er að kjósa hjá sýslumönnum um land allt og sendiráðum Íslands.
Í sameiningarkosningum eiga námsmenn sem búsettir eru á norðurlöndunum rétt á því að vera teknir á kjörskrá en þeir þurfa að sækja sérstaklega um það hjá Þjóðskrá Íslands á þar til gerðu eyðublaði (K-101) ásamt því að skila inn staðfestingu á námsvist, sjá upplýsingar hér á vef Þjóðskrár.
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla verður möguleg í hverju sveitarfélagi síðustu 3 vikur fyrir kjördag.
Vakin er athygli á að á vefsíðunni www.svausturland.is má finna ýmsar upplýsingar um sameiningarverkefnið og umfjöllun fjölmiðla um það.