- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Árleg hæfileikasýning barnastarfs Egilsstaðakirkju fór fram í kirkjunni föstudaginn 4. október.Hátt í 40 börn komu fram í um 20 atriðum en um er að ræða sameiginlega sýningu Stjörnustundar (7-9 ára starfsins) og TTT (10-12 ára starfsins). Hæfileikasýningin var að vanda haldin til styrktar fósturbarni Egilsstaðakirkju á Indlandi, Vamsi Kuraganthi, sem börnin styrkja í gegnum Hjálparstarf kirkjunnar.
Foreldrar og aðrir vandamenn mættu vel á sýninguna þar sem börnin sungu, léku á hljóðfæri, sýndu fimleikaæfingar, fluttu uppistand og margt fleira eins og myndirnar sem sjá má á hér á vef Austurlandsprófastsdæmis sýna. Leiðtogar kirkjustarfsins undir forystu Hlínar Stefánsdóttur og séra Sigríðar Rúnar Tryggvadóttur héldu utan um sýninguna.