- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Föstudagurinn 5. júní var stór dagur hjá leikskólanum Hádegishöfða. Árleg vorhátíð var haldin í góðu veðri þar sem skólinn tók við Grænfánanum.
Það var hátíðleg stund þegar nemendur Hádegishöfða tóku á móti Grænfána Landverndar úr hendi Hrefnu Egilsdóttur, verkefnastjóra Grænfánaverkefnisins á Hallormsstað, en hún afhenti fánann fyrir hönd Landverndar. Grænfáninn er alþjóðleg viðurkenning og staðfesting á góðum ásetningi og virku umhverfisverndarstarfi skólans. Það er umhverfisnefnd Hádegishöfða, undir stjórn Hrafnhildar Unnar, sem hefur haldið utan um þetta verkefni.
Foreldrar, starfsfólk og börn skemmtu sér vel á vorhátíðinni og má sjá myndir frá henni á heimasíðu Hádegishöfða http://www.leikskolinn.is/hadegishofdi/