Hádegisfundir á miðvikudögum

Fyrsti hádegisfundur atvinnumálanefndar á þessu ári verður haldinn miðvikudaginn 14. mars og fjallar um nýsköpun og atvinnuþróun. Það er Ívar Jónsson, sem vinnur að undirbúningi þekkingarseturs á Egilsstöðum, sem hefur framsögu um málið.

Eftir viku, eða miðvikudaginn 21. mars, tala þau Charlotte Sigurðardóttir hjá Malarvinnslunni og Sigurður Grétarsson hjá Héraðsverki um framtíðina í verktakastarfsemi. Loks heldur Bjarni Reynarsson hjá Land-ráði erindi um landshlutamiðstöðina Egilsstaði/Fellabæ miðvikudaginn 28. mars. Á öllum fundunum er gert ráð fyrir umræðum í kjölfar framsaganna. Fundirnir vera haldnir á Hótel Héraði og hefjast kl. 12.00 og lýkur kl. 12.55. Hægt er að kaupa sér súpu og brauð meðan á fundi stendur.