Hádegisfundi frestað

Vegna veikinda er hádegisfundi sem vera átti að Hótel Héraði á morgun, miðvikudaginn 14. mars, frestað um óákveðinn tíma. Næsti hádegisfundur atvinnumálanefndar verður því miðvikudaginn 21. mars eins og auglýst hefur verið.

 Dagskrá næstu hádegisfunda er eftirfarandi:
21. mars -  Framtíðin í verktakastarfsemi – Charlotte Sigurðardóttir, Malarvinnslunni og Sigurður Grétarsson, Héraðsverki

28. mars –  Landshlutamiðstöðin Egilsstaðir/Fellabær – Bjarni Reynarsson, Land-ráði


Á hverjum fundi verða fluttar framsögur en síðan eru umræður.


Fundirnir verða haldnir á Hótel Héraði og hefjast kl. 12.00 og lýkur kl. 12.55.


Hægt er að kaupa sér súpu og brauð meðan á fundi stendur.