Nú styttist óðum í að skólastarf hefjist á ný í grunnskólum sveitarfélagsins. Lögð hefur verið áhersla á að skólarnir haldi í þær hefðir sem hafa skapast á hverjum stað og því er upphaf skólastarfs með mismunandi hætti, eins og kemur fram í nánari upplýsingum hér fyrir neðan.
Kennsla í BRÚARÁSSKÓLA hefst mánudaginn 27. ágúst samkvæmt stundaskrá.
Skólasetning í FELLASKÓLA verður með hefðbundnum hætti miðvikudaginn 22. ágúst, þ.e. farið verður í haustferð og skólinn settur í leiðinni. Hefði er fyrir að horft sé eftir berjum í þessari hefðbundnu síðsumarferð og vonandi leyfir veður að svo geti orðið í ár.
GRUNNSKÓLINN EGILSSTÖÐUM OG EIÐUM verður settur í Íþróttahúsinu á Egilsstöðum, sunnudaginn 26. ágúst nk. kl. 20:00. Að lokinni skólasetningu safnast nemendur saman í Egilsstaðaskóla og fá stundatöflur og gögn sem varða upphaf skólastarfsins. Kynningardagur fyrir foreldra nýnema í 2.-10. bekk verður í Egilsstaðaskóla föstudaginn 24. ágúst kl. 16:00. Foreldraviðtöl verða 27. ágúst og kennsla hefst síðan skv. stundaskrá 28. ágúst.
Skólastarf í HALLORMSSTAÐASKÓLA hefst með hefðbundinni skólaboðun miðvikudaginn 22. ágúst nk. og skólinn verður síðan settur sunnudaginn 26. ágúst kl. 19:30. Kennsla hefst mánudaginn 27. ágúst skv. stundaskrá. Fyrsta vikan verður þemavika með útiveru og náttúruskoðun, þ.m.t. berjatínslu og sultugerð.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.