Grunnskólanemar fá frítt í sund

Ákveðið hefur verið að grunnskólanemar á Fljótsdalshéraði fái áfram frítt í sund í Íþróttamiðstöðinni á Egilsstöðum, en tilraun var gerð með slíkt á aðventunni.

Með þessu vill íþrótta- og frístundanefnd Fljótsdalshéraðs stuðla að því að grunnskólanemar í sveitarfélaginu nýti sér betur þá hollu hreyfingu sem sundiðkun er. Það eina sem krakkarnir þurfa að uppfylla til að vera gjaldgengir í fría sundið er að eiga lögheimili á Fljótsdalshéraði og gera grein fyrir sér í afgreiðslu sundlaugarinnar þegar þau mæta í sund.
Foreldrar eru hvattir til að kynna þetta kostaboð fyrir börnum sínum og jafnframt að hvetja þau til sundiðkunar.