Gróðurmold handa íbúum

Íbúum gefst nú kostur á að ná sér í mold í garða sína. Moldin er utan við kirkjugarðinn á Egilsstöðum og best að komast að henni af bílaplaninu við kirkjugarðinn.

Íbúar eru beðnir um að gæta hófs þar sem þessi mold er ætluð til lítilla framkvæmda og lagfæringa í görðum og á lóðum.

Við stærri framkvæmdir er íbúum bent á að hafa samband við verktaka sem í einhverjum tilfellum geta útvegað mold.


Skipulags- og umhverfissvið