Gott berjasumar

Nú nálgast sá tími þegar áhugafólk um berjatínslu ver hluta frítíma síns með berjatínur og fötur. Berjaspretta virðist sérlega góð víða á Fljótsdalshéraði þetta sumarið og má víða finna dökkar þúfur af bæði bláberjum, aðalbláberjum og krækiberjum. Berjatínsla er bæði skemmtileg iðja fyrir alla fjölskylduna og góð búbót fyrir þá sem kunna að nýta berin sem hráefni í hvers kyns rétti og drykki sem gott er að geta gengið að næstu mánuðina í frystikistum eða á búrhillum.