Göngustíg í Tjarnargarði lokað tímabundið

Stígurinn í Lómatjarnargarði meðfram leikskólanum Tjarnarlandi verður lokaður næstu daga vegna undirbúnings malbikunar. Því verða gangandi og hjólandi vegfarendur að velja sér aðrar leiðir á meðan framkvæmdum stendur.