„Gömlu dagana gefðu mér“

Húsfyllir var og vel það á opnu húsi hjá Félagi eldri borgara í Hlymsdölum á sunnudag. Dagskráin var nefnd „Gömlu dagana gefðu mér“. Þar sögðu nokkrir innfæddir og aðfluttir Egilsstaðabúar sögur af því hvernig var að vera barn í þorpinu sem ekki var orðið þorp og aðrir hvernig það var að flytja hingað og hvernig Egilsstaðabúar tóku á móti þeim.

Boðið var upp á kaffi og meðlæti sem gestir á öllum aldri nýttu sér vel. Kór leikskólabarna og aldraðra söng undir stjórn Bryndísar Skúladóttur og Broddi Bjarnason og Sóley Guðmundsdóttir kona hans sungu nokkur lög við harmonikkuleik Kristmanns Jónssonar.


kor-leikskolab_aldrara