- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Á fundi menningar- og íþróttanefndar í vikunni var eftirfarandi bókun samþykkt.
Menningar- og íþróttanefnd Fljótsdalshéraðs fagnar þeim mikla árangri sem íþróttafólk á Fljótsdalshéraði er að ná þessa dagana, sem sannar hve þróttmikið og öflugt íþróttastarf er á Fljótsdalshéraði. Tveir íþróttamenn Hattar, þeir Brynjar Gauti Snorrason og Daði Fannar Sverrisson hafa landað Íslandsmeistaratitlum í spjótkasti í sínum aldursflokki á Meistaramóti Íslands, sem haldið var á Akureyri á dögunum. Þá varð Ólafur Bragi Jónsson Íslandsmeistari í torfæru.
Enn fremur hefur meistaraflokkur Hattar í knattspyrnu karla náð þeim sögulega árangri að komast upp í fyrstu deild. Enn er einn leikur eftir þannig að Hattarmenn geta einnig náð að sigra í 2.deildinni um næstu helgi. Þessu afreksfólki er óskað til hamingju með árangurinn.
Myndin hluti myndar af meistartöktum Ólafs Braga sem sjá má á mbl.is