Þrátt fyrir kalt vor og frostnætur í júní virðist berjaspretta ætla að verða með ágætum á Héraði í sumar. Mikið er af krækiberjum og þau orðin allvel þroskuð miðað við árstíma.
Grænjaxlar á bláberja- og aðalbláberjalyngi gefa einnig góðar vonir. Blómgun á hrútaberjalyngi er góð en þau eru sjaldan orðin þroskuð fyrr en í lok ágúst. Einnig er gaman að sjá hve hrútaberjalyng dreifir sér og er nú orðið áberandi í gróðri á mun fleiri stöðum en áður.
Veðrið sem hefur leikið við mannfólkið undanfarið kemur sér líka vel fyrir berin og nokkrir heitir sólardagar geta skipt sköpum um þroska berjanna.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.