Gleðivika í Menntaskólanum á Egilsstöðum

Hvatningarhjólið sem tekið var í notkun á gleðiviku ME vekur athygli og hefur farið nokkra hringi sí…
Hvatningarhjólið sem tekið var í notkun á gleðiviku ME vekur athygli og hefur farið nokkra hringi síðan það var afhjúpað.

Haldin var gleðivika í Menntaskólanum á Egilsstöðum, sem er heilsueflandi framhaldsskóli,  dagana 18.-22. mars 2019 og var mikið um gleði og hamingju.

Meðal þess sem gert var í gleðiviku var að vígja formlega og opinbera nafn nýs tónlistarherbergis í skólanum, hlusta á fyrirlestur Héðins Unnsteinssonar um Lífsorðin 14 og afhjúpa nýtt hvatningarhjól skólans.  Fjölnir Hlynsson, kennari við skólann,  smíðaði hjólið og er hægt að snúa því til að fá hvatningarorð.

Þá veltu nemendur fyrir sér hvað einkennir hamingjusamt fólk og mikið var lagt upp úr því sem sumum þykir kannski sjálfsagt að brosa, heilsa og gleðja aðra.

Hægt er að skoða dagskrá gleðiviku á heimasíðu Menntaskólans á Egilsstöðum og lesa  frétt um vikuna á Austurfrétt.

Gleðivika er ein þriggja vikna sem tileinkaðar eru gildum skólans en þau eru gleði-virðing-jafnrétti. Skoða má hvað er að gerast í skólanum á samfélagsmiðlum, bæði á Facebook og á Instagram

www.me.iswww.facebook.com/menntaskolinnaegilsstodum
Instagram: menntaskolinnegs

Innritun í skólann stendur yfir á www.menntagatt.is og lýkur 7. júní. Tengill yfir á innritunarsíðuna er m.a. á forsíðu me.is.