Glæsilegur árangur Fimleikadeildar Hattar

Unglingamót Fimleikasambands Íslands fór fram  í Gerpluhúsinu í Versölum um síðustu helgi. Þrjátíu og átta þátttakendur frá Fimleikadeild Hattar, á aldrinum 10-19 ára, tóku þátt í mótinu.  Keppendur fimleikadeildarinnar stóðu sig mjög vel og náðu glæsilegum árangri. Þannig urðu keppendur Hattar í drengjaflokki, 9-12 ára, unglingameistarar. Stúlkur á aldrinum 9-12 ára náðu 4. sæti í trampólíni og 9. og 10. sæti samanlagt. Þá varð 4. flokkur unglingameistari, þ.e. keppendur á aldrinum 12-16 ára. Liðið var með sömu einkunn og Gerpla, en Höttur var með hærri einkunn á dýnu og trampólíni. Loks varð 3. flokkur Hattar unglingameistari, en í honum eru keppendur á aldrinum 15-18 ára.