Glæsileg SamAusthátíð í Valaskjálf

SamAust 2015 var haldið í Valaskjálf föstudaginn 6. nóvember. SamAust er hönnunar-, hárgreiðslu-, förðunar- og söngvakeppni á vegum félagsmiðstöðva á Austurlandi. Um 300 unglingar af öllu Austurlandi mættu á hátíðina og fór hátíðin vel fram.

Þarna var keppt í STÍL, sem er hönnunar-, förðunar- og hárgreiðslukeppni. 6 lið kepptu í í ár og var það lið Knellunar frá Eskifirði sem var í 1. sæti. Í 2. og 3. sæti voru það lið Þrykkjunar frá Hornafirði.

Í söngvakeppninni voru 10 atriði, hvert öðru glæsilegra. Salóme Morávek frá Þrykkjunni frá Hornafirði lenti í 1. sæti og Soffía Mjöll Thamdrup frá Nýung Egilsstöðum í 2. sæti. Þær fara suður og keppa fyrir hönd Austurlands í stóru Samféskeppninni sem fer fram í Laugardalshöll laugardaginn 5. mars.

Eftir söngvakeppnina var haldið ball með strákunum úr Bion. Hátíðin var sú glæsilegasta og greinilegt að framtíðin er björt hérna á Austurlandi segir Árni Heiðar Pálsson, forstöðumaður félagsmiðstöðva á Fljótsdalshéraði