SamAust 2015 var haldið í Valaskjálf föstudaginn 6. nóvember. SamAust er hönnunar-, hárgreiðslu-, förðunar- og söngvakeppni á vegum félagsmiðstöðva á Austurlandi. Um 300 unglingar af öllu Austurlandi mættu á hátíðina og fór hátíðin vel fram.
Þarna var keppt í STÍL, sem er hönnunar-, förðunar- og hárgreiðslukeppni. 6 lið kepptu í í ár og var það lið Knellunar frá Eskifirði sem var í 1. sæti. Í 2. og 3. sæti voru það lið Þrykkjunar frá Hornafirði.
Í söngvakeppninni voru 10 atriði, hvert öðru glæsilegra. Salóme Morávek frá Þrykkjunni frá Hornafirði lenti í 1. sæti og Soffía Mjöll Thamdrup frá Nýung Egilsstöðum í 2. sæti. Þær fara suður og keppa fyrir hönd Austurlands í stóru Samféskeppninni sem fer fram í Laugardalshöll laugardaginn 5. mars.
Eftir söngvakeppnina var haldið ball með strákunum úr Bion. Hátíðin var sú glæsilegasta og greinilegt að framtíðin er björt hérna á Austurlandi segir Árni Heiðar Pálsson, forstöðumaður félagsmiðstöðva á Fljótsdalshéraði
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.