Gjaldskrá sorphirðu og sorpeyðingar lækkar

Á fundi bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs í gær, 16, desember, var samþykkt samhljóða tillaga umhverfis- og héraðsnefndar um að gjaldskrá vegna sorphirðu og sorpeyðingar verði lækkuð um 3,03% og verði 19.600 krónur árið 2010. Í bókun bæjarstjórnar kemur fram að þessi  möguleiki til lækkunar nú skapist vegna aukinnar sorpflokkunar frá heimilum og þess að hagstæðir samningar náðust um sorphirðu sveitarfélagsins í kjölfar útboðs á þjónustunni fyrr á árinu. Þá kemur jafnframt fram í bókuninni að bæjarstjórn vill nota tækifærið og þakka íbúum góð viðbrögð og samstarf við þetta verkefni.