Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs hefur ákveðið að frá og með áramótum verði almenningssamgöngur á Fljótsdalshéraði gjaldfrjálsar. Einhverjar breytingar verða á akstrinum og verða þær kynntar þegar þær liggja fyrir.
Á næstu dögum verður haft samband við þá sem keypt hafa kort sem gilda fram yfir áramót og fá þeir endurgreitt sem svarar til þess hluta kortanna sem nýtist þeim ekki.
Spurningum og athugasemdum má koma á framfæri á netfangið freyr@egilsstadir.is eða með því að hringja í síma 4 700 700.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.