Gerðu gagn með gömlum fötum

Er ekki upplagt að kíkja í skápana um helgina og athuga hvor þar sé ekki eitthvað sem tekur bara pláss og gæti nýst öðrum betur?

Rauði krossinn gengst fyrir fatasöfnunarátaki nú í maí í samstarfi við Eimskip. Ef þú fékkst ekki fatapoka Rauða krossins í póstkassann þinn nýlega eða þarft fleiri þá má ná í poka við fatasöfnunargámana. Fatasöfnunargámar Rauða krossins á Egilsstöðum er fyrir framan þar sem Nytjamarkaðurinn gamli var, við innkeyrsluna á Gámastöðina, Tjarnarási 9.

Í auglýsingunni varðandi átakið segir „Komdu með gömlu fötin þín, skóna, handklæði, rúmföt, gluggatjöld, og aðra vefnaðarvörur á fatasöfnunarstöðvar Rauða krossins. Allur fatnaður, hvort sem hann er slitinn eða heill, nýtist okkur í hjálparstarfi hérlends sem erlendis.

Söfnunarstöðvar: Allar afgreiðslustöðvar Eimskips Flytenda og fatasöfnunargámar Rauða krossins.“