Umhverfisstofnun vekur athygli á því að um þessar mundir vinnur stofnunin að stjórnunar- og verndaráætlun friðlandsins Kringilsárrana, í samstarfi við Vatnajökulsþjóðgarð og sveitafélagið Fljótsdalshérað. Stjórnunar- og verndaráætlunin mun vera stefnumótandi skjal þar sem sett verða fram markmið til að viðhalda verndargildi friðlandsins. Á heimasíðu Umhverfisstofnunar www.umhverfisstofnun.is, undir heitinu „verndaráætlanir í vinnslu“, hefur verið sett upp svæði þar sem er að finna upplýsingar um framvindu áætlunarinnar.
Áhersla er lögð á samráð og er fólk hvatt til að kynna sér vinnu við gerð áætlunarinnar. Ábendingum og athugasemdum sem nýtast munu við gerð hennar er fagnað og má koma þeim á framfæri við Lindu Guðmundsdóttur, friðlýsingateymi umhverfisstofnunar, linda.gu@umhverfisstofnun.is eða í síma 591-2000.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.