Í tilefni 100 ára afmæli Hugins og baráttu Seyðfirðinga fyrir bættum samgöngum ganga Seyðfirðingar Fjarðarheiðina sunnudaginn 21. apríl 2013. Til stuðnings stendur Íþróttafélagið Höttur fyrir göngu til móts við Seyðfirðinga sama dag.
Lagt verður af stað frá Selskógi klukkan 10.00 á sunnudagsmorgun og gengið upp á Norðurbrún Egilsstaðamegin. Reikna má með að gangan taki rúma tvo tíma.
Allir eru hvattir til að taka þátt í göngunni en útfærsla er í höndum þátttakanda um hvort styttri leið verði farin eða annar fararmáti verði fyrir valinu á heimleið.
Fólk er hvatt til að klæða sig samkvæmt því sem veðrið býður. Hattarklæðnaður er ákjósanlegur og endurskinsvesti yfir svo allir sjáist.
Myndin er úr safni Héraðsskjalasafns Austfirðinga og má sjá hana óskerta í fullri stærð hér.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.