Mikill og vaxandi áhugi er á skíðagöngu í sveitarfélaginu og hafa gönguleiðir verið lagðar á Fjarðarheiðinni eða í Selskógi þegar aðstæður hafa leyft í vetur. Frá og með deginum í dag, föstudegi, verður leiðbeinandi á Fjarðarheiðinni milli kl. 16.00 og 18.00 og mun svo verða áfram virka daga þegar færi er gott. Þá er fyrirhugað halda skíðagöngunámskeið í lok marsmánaðar.
Nú þegar sól fer hækkandi er tilvalið að taka fram gömlu gönguskíðin og njóta þess frábæra útsýnis og umhverfis sem er á Fjarðarheiðinni, enda er skíðaganga fyrir alla. Snæhérarnir, sem séð hafa um að troða brautir, hvetja alla til notfæra sér þessa aðstöðu enda er hún ókeypis.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.