Gengið á skíðum á Fjarðarheiði

Mikill og vaxandi áhugi er á skíðagöngu í sveitarfélaginu og hafa gönguleiðir verið lagðar á Fjarðarheiðinni eða í Selskógi þegar aðstæður hafa leyft í vetur. Frá og með deginum í dag, föstudegi, verður leiðbeinandi á Fjarðarheiðinni milli kl. 16.00 og 18.00 og mun svo verða áfram virka daga þegar færi er gott. Þá er fyrirhugað halda skíðagöngunámskeið í lok marsmánaðar.


Nú þegar sól fer hækkandi er tilvalið að taka fram gömlu gönguskíðin og njóta þess frábæra útsýnis og umhverfis sem er á Fjarðarheiðinni, enda er skíðaganga fyrir alla. Snæhérarnir, sem séð hafa um að troða brautir, hvetja alla til notfæra sér þessa aðstöðu enda er hún ókeypis.