UÍA í samstarfi við Fljótsdalshérað, Fjarðabyggð og Náttúrustofu Austurlands efnir til göngu á Grænafell, í tilefni af degi íslenskrar náttúru, sunnudaginn 16. september 2012.
Gengið verður upp beggja vegna fellsins og hittast hóparnir á toppnum, borða nesti og skemmta sér saman. Fjarðamenn hefja gönguna við Grænafellsvöll klukkan 11 og njóta liðsagnar Þóroddar Helgasonar fræðslustjóra Fjarðabyggðar á leið sinni á tindinn. Héraðsmenn ganga af stað frá bílastæðinu við fellið Fagradalsmegin, (merkt með gönguskilti) á sama tíma undir leiðsögn Skarphéðins Þórissonar frá Náttúrustofu Austurlands.
Gangan er ætluð öllum og verður hraðinn miðaður við það, auðveldara er að ganga frá bílastæðinu á Fagradal en leiðin frá Grænafellsvelli er ögn brattari en auðgeng. Áætlað er að gangan á toppinn taki um hálfa aðra til tvær klukkustundir. Fólki er bent á að klæða sig skynsamlega og taka með sér nestisbita.
Gönguhrólfar eru hvattir til að sameinast í bíla. Héraðsmenn sameinast í bíla við UÍA skrifstofuna, Tjarnarási 6 kl 10.40 og Norðfirðingar við Náttúrugripasafnið í Neskaupstað, Egilsbraut 2 kl 10.00.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.