Garðsláttur fyrir lífeyrisþega

Vinnuskóli Fljótsdalshéraðs verður starfræktur frá 4. júní til 17. ágúst. Á þeim tíma stendur eldri borgurum og öryrkjum til boða að fá sláttuþjónustu hjá Vinnuskólanum, einn sláttur er frír en fyrir aðra slætti þarf að greiða 5.000 krónur.

Þessi þjónusta er aðeins fyrir eldri borgara og öryrkja. Nánari upplýsingar og umsóknareyðublað má sjá hér.

Bent er á að þessi kjör gilda aðeins fyrir sléttar grasflatir upp að um 400 m2, en ekki húsfélög og stærri garða. Eigendur og umráðamenn stærri garða eru hvattir til að semja um verð við verkefnisstjóra umhverfismála sem er með netfangið freyr@egilsstadir.is.