Garðar og lóðir verðlaunaðar á Ormsteiti

Eins og undanfarin ár verða veittar viðurkenningar fyrir snyrtilegar lóðir og garða á Ormsteitinu. Í tilefni 60 ára afmælis þéttbýlis við Lagarfljótið verða þó veittar viðurkenningar fyrir fleiri flokka en áður.

Að þessu sinni verða veittar viðurkenningar fyrir eftirfarandi flokka: Fallegasta garðinn í þéttbýli, snyrtilegasta sveitabýlið, snyrtilegasta fyrirtækið, fallegustu götuna. Það eru umhverfissvið Fljótsdalshéraðs og Fljótsdalshéraðsdeild Garðyrkjufélags Íslands sem standa fyrir viðurkenningunum. Ábendingar um tilnefningar má senda á netföngin esther@simnet.is og eygerdur@egilsstadir.is