- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Á fundi bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs í dag verður tekin fyrir afgreiðsla á tveimur málum sem komu til nefnda sveitarfélagsins í gegn um lýðræðisvefinn Betra Fljótsdalshérað.
Þetta eru fyrstu málin sem tekin eru til umfjöllunar af vefnum, en gert er ráð fyrir að um hver mánaðarmót fari þau tvö mál sem mesta umfjöllun fá til afgreiðslu hjá viðkomandi nefndum.
Að þessu sinni var það annars vegar hugmynd varðandi aukna lýsingu á gangbrautum og stígum, sem umhverfis- og framkvæmdanefnd tók til umfjöllunar og afgreiðslu og hins vegar hugmynd um uppsetningu gufubaðs við sundlaugina á Egilsstöðum, sem íþrótta- og tómstundanefnd fjallaði um.
Afgreiðsla nefndanna og síðan bæjarstjórnar á þessum málum birtast svo á Betra Fljótsdalshéraði, auk þess sem þeir aðilar sem um málin fjölluðu á vefnum fá upplýsingar um afgreiðsluna.
Það er von bæjaryfirvalda að þessi vefur nýtist íbúunum til að koma hugmyndum sínum að betra samfélagi á framfæri og til að þær fái málefnalega umræðu og síðan formlega afgreiðslu, fái þær til þess nægan stuðning á vefnum.