Á fundi bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs í dag verður tekin fyrir afgreiðsla á tveimur málum sem komu til nefnda sveitarfélagsins í gegn um lýðræðisvefinn Betra Fljótsdalshérað.
Þetta eru fyrstu málin sem tekin eru til umfjöllunar af vefnum, en gert er ráð fyrir að um hver mánaðarmót fari þau tvö mál sem mesta umfjöllun fá til afgreiðslu hjá viðkomandi nefndum.
Að þessu sinni var það annars vegar hugmynd varðandi aukna lýsingu á gangbrautum og stígum, sem umhverfis- og framkvæmdanefnd tók til umfjöllunar og afgreiðslu og hins vegar hugmynd um uppsetningu gufubaðs við sundlaugina á Egilsstöðum, sem íþrótta- og tómstundanefnd fjallaði um.
Afgreiðsla nefndanna og síðan bæjarstjórnar á þessum málum birtast svo á Betra Fljótsdalshéraði, auk þess sem þeir aðilar sem um málin fjölluðu á vefnum fá upplýsingar um afgreiðsluna.
Það er von bæjaryfirvalda að þessi vefur nýtist íbúunum til að koma hugmyndum sínum að betra samfélagi á framfæri og til að þær fái málefnalega umræðu og síðan formlega afgreiðslu, fái þær til þess nægan stuðning á vefnum.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.