Fyrsti í Hreyfiviku 2019

Eftir að hjólað hefur verið um bæinn verður boðið upp á þrautabraut fyrir börnin og grillaðar pylsur…
Eftir að hjólað hefur verið um bæinn verður boðið upp á þrautabraut fyrir börnin og grillaðar pylsur fyrir alla þátttakendur

Mánudagurinn 27. maí er fyrsti dagur Hreyfiviku 2019 og það er óhætt að segja að vikunni verði startað með látum. Klukkan 18:30 er mæting í Fjölskylduhjóladag Þristar og Vasks en það eru Ungmennafélagið Þristur og versluninn Vaskur sem taka höndum saman og bjóða upp á fjölskylduvæna hjólaskemmtun. En hjólaþrautabrautin verður opin frá klukkan 18.

Þátttakendur hittast á planinu við verslunina Vask við Fagradalsbraut. Farinn verður þægilegur hringur í bænum og endað aftur á planinu við Vask þar sem boðið verður upp á þrautabraut fyrir börnin og grillaðar pylsur fyrir alla þátttakendur.

Það eru allir velkomnir í hjólastuð, ungir sem aldnir, en munið hjálmana!

Það er svo hægt að sjá alla dagskrá Hreyfiviku á heimasíðu sveitarfélagsins.

Verum með og tökum þátt!