- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Mánudagurinn 27. maí er fyrsti dagur Hreyfiviku 2019 og það er óhætt að segja að vikunni verði startað með látum. Klukkan 18:30 er mæting í Fjölskylduhjóladag Þristar og Vasks en það eru Ungmennafélagið Þristur og versluninn Vaskur sem taka höndum saman og bjóða upp á fjölskylduvæna hjólaskemmtun. En hjólaþrautabrautin verður opin frá klukkan 18.
Þátttakendur hittast á planinu við verslunina Vask við Fagradalsbraut. Farinn verður þægilegur hringur í bænum og endað aftur á planinu við Vask þar sem boðið verður upp á þrautabraut fyrir börnin og grillaðar pylsur fyrir alla þátttakendur.
Það eru allir velkomnir í hjólastuð, ungir sem aldnir, en munið hjálmana!
Það er svo hægt að sjá alla dagskrá Hreyfiviku á heimasíðu sveitarfélagsins.
Verum með og tökum þátt!