Mánudagurinn 27. maí er fyrsti dagur Hreyfiviku 2019 og það er óhætt að segja að vikunni verði startað með látum. Klukkan 18:30 er mæting í Fjölskylduhjóladag Þristar og Vasks en það eru Ungmennafélagið Þristur og versluninn Vaskur sem taka höndum saman og bjóða upp á fjölskylduvæna hjólaskemmtun. En hjólaþrautabrautin verður opin frá klukkan 18.
Þátttakendur hittast á planinu við verslunina Vask við Fagradalsbraut. Farinn verður þægilegur hringur í bænum og endað aftur á planinu við Vask þar sem boðið verður upp á þrautabraut fyrir börnin og grillaðar pylsur fyrir alla þátttakendur.
Það eru allir velkomnir í hjólastuð, ungir sem aldnir, en munið hjálmana!
Það er svo hægt að sjá alla dagskrá Hreyfiviku á heimasíðu sveitarfélagsins.
Verum með og tökum þátt!
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.