Fyrsta skóflustungan við Íþróttamiðstöðina

Fyrsta skóflustungan vegna viðbyggingar við Íþróttamiðstöðina á Egilsstöðum fer fram föstudaginn 16. nóvember klukkan 15. En viljayfirlýsing var undirrituð um verkefnið 24. júlí 2015 og samningur á milli aðila 17. júní 2017.

Í viðbyggingunni er einkum gert ráð fyrir aðstöðu til fimleika- og frjálsíþróttaiðkunar. Það er byggingarfélag Hattar sem hefur veg og  vanda af framkvæmdinni í samstarfi við Fljótsdalshérað.

Að sögn Davíðs Þór Sigurðarsonar formanns Hattar „... eru spennandi tímar framundan enda skiptir þessa nýja aðstaða miklu máli fyrir allt íþróttastarf í sveitarfélaginu“. Reiknað er með því að jarðvinna hefjist fljótlega.