Fyrsta skóflustungan vegna viðbyggingar við Íþróttamiðstöðina á Egilsstöðum fer fram föstudaginn 16. nóvember klukkan 15. En viljayfirlýsing var undirrituð um verkefnið 24. júlí 2015 og samningur á milli aðila 17. júní 2017.
Í viðbyggingunni er einkum gert ráð fyrir aðstöðu til fimleika- og frjálsíþróttaiðkunar. Það er byggingarfélag Hattar sem hefur veg og vanda af framkvæmdinni í samstarfi við Fljótsdalshérað.
Að sögn Davíðs Þór Sigurðarsonar formanns Hattar „... eru spennandi tímar framundan enda skiptir þessa nýja aðstaða miklu máli fyrir allt íþróttastarf í sveitarfélaginu“. Reiknað er með því að jarðvinna hefjist fljótlega.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.