Fyrsta skóflustungan tekin í slyddu

Fyrsta skóflustungan að nýju hjúkrunarheimili á Egilsstöðum var tekin í dag. Fjölmenni mætti þrátt fyrir slabb og slyddu.

Gunnar Jónsson, formaður bæjarráðs, hélt stutta ræðu og tók fyrstu skóflustunguna ásamt Einari Rafni Haraldssyni, forstjóra HSA, og Sævari Sigbjarnarsyni, formanni Félags eldri borgara.