Fyrirlestrar um geðrænan vanda barna og unglinga

Fjallað verður um geðrænan vanda barna og unglinga í Menntaskólanum á Egilsstöðum á fimmtudag frá klukkan 15 til 17.30 og í grunnskólanum á Reyðarfirði á föstudag frá klukkan 14 til 16.30.

Fyrirlesarar eru Vilborg G. Guðnadóttir, geðhjúkrunarfræðingur og deildarstjóri Barna– og unglingageðdeildar, BUGL, og Hrefna Harðardóttir, geðsjúkraliði.
Þær fjalla um geðrænan vanda barna og unglinga, með áherslu á stuðning í nærumhverfi þeirra. Rætt verður um sjálfskaðandi hegðun, stuðning við börn sem eiga foreldra er glíma við alvarleg geðræn vandamál og einkenni barna og unglinga sem glíma við kvíða, óyndi og/eða þunglyndi.

Það er HSA, Heilbrigðisstofnun Austurlands, í samvinnu við fræðslu– og fjölskyldusvið bæjarfélaganna Fljótsdalshéraðs og Fjarðabyggðar sem stendur fyrir fyrirlestrunum.

Allir sem hafa áhuga á málefninu eru hvattir til að mæta.