Fjallað verður um geðrænan vanda barna og unglinga í Menntaskólanum á Egilsstöðum á fimmtudag frá klukkan 15 til 17.30 og í grunnskólanum á Reyðarfirði á föstudag frá klukkan 14 til 16.30.
Fyrirlesarar eru Vilborg G. Guðnadóttir, geðhjúkrunarfræðingur og deildarstjóri Barna og unglingageðdeildar, BUGL, og Hrefna Harðardóttir, geðsjúkraliði.
Þær fjalla um geðrænan vanda barna og unglinga, með áherslu á stuðning í nærumhverfi þeirra. Rætt verður um sjálfskaðandi hegðun, stuðning við börn sem eiga foreldra er glíma við alvarleg geðræn vandamál og einkenni barna og unglinga sem glíma við kvíða, óyndi og/eða þunglyndi.
Það er HSA, Heilbrigðisstofnun Austurlands, í samvinnu við fræðslu og fjölskyldusvið bæjarfélaganna Fljótsdalshéraðs og Fjarðabyggðar sem stendur fyrir fyrirlestrunum.
Allir sem hafa áhuga á málefninu eru hvattir til að mæta.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.