Fundur um náttúrugarð (geopark)

Áhugahópur um stofnun náttúrugarðs (Geopark) í nágrenni Dyrfjalla, boðar til súpufundar á Hótel Héraði miðvikudaginn 12. maí, kl. 12.00. Á fundinum verður kynnt hvað felst í stofnun náttúrugarðs og farið yfir hugmyndir hópsins. Meðal megin markmiða náttúrugarða er að ýta undir sjálfbærni í samfélögunum næst þeim. Náttúrugarður í nágrenni Dyrfjalla styrkir þannig m.a. ferðaþjónustu og stuðlar að aukinni framleiðslu matvæla og handverks á áhrifasvæði hans, eflir rannsóknir og fræðslu m.a. á jarðfræði og náttúrufari svæðisins en einnig sögu og menningu. Ef vel tekst til getur náttúrugarður í nágrenni Dyrfjalla orðið lyftistöng fyrir ferðaþjónustuaðila, handverksfólk og samfélagið allt.

Allir áhugasamir eru hvattir til að mæta og kynna sér verkefnið Dyrfjöll - Náttúrugarður.