Fundur um málefni Hallormsstaðar

Fimmtudaginn 25. október, verður haldinn almennur fundur um málefni Hallormsstaðar. Fundurinn hefst kl. 20.00 og fer fram í Hallormsstaðaskóla. Gert er ráð fyrir að málefni svæðisins í víðu samhengi verði til umræðu. Vonast er til að íbúar á Hallormsstað fjölmenni á fundinn.

Á fundinn mæta bæjarstjórnarfulltrúar og starfsfólk sveitarfélagsins en til fundarins er boðað af bæjarstjórn.